11. flokkur áfram í bikar eftir sigur í nágrannaslag
11.flokkur drengja tók á móti Njarðvík í 16 liða úrslitum í bikarkeppni KKÍ í gær en leikurinn fór fram í TM-Höllinni og var hinn skemmtilegasti.
11.flokkur drengja tók á móti Njarðvík í 16 liða úrslitum í bikarkeppni KKÍ í gær en leikurinn fór fram í TM-Höllinni og var hinn skemmtilegasti.
Verðlaun voru veitt í dag fyrir bestu frammistöður í Domino's deildum karla og kvenna fyrir fyrri hluta keppnistímabilsins. Að venju voru fimm manna úrvalslið deildanna tilkynnt og verðlaun veitt fyrir besta þjálfarann og dugnaðarforkinn í báðum deildum. Michael Craion var valinn í úrvalslið karla og þær Sara Rún Hinriksdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir í úrvalslið kvenna. Þá var Andy Johnston valinn besti þjálfarinn kvennamegin.
Verðlaun voru veitt í dag fyrir bestu frammistöður í Domino's deildum karla og kvenna fyrir fyrri hluta keppnistímabilsins. Að venju voru fimm manna úrvalslið deildanna tilkynnt og verðlaun veitt fyrir besta þjálfarann og dugnaðarforkinn í báðum deildum. Michael Craion var valinn í úrvalslið karla og þær Sara Rún Hinriksdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir í úrvalslið kvenna. Þá var Andy Johnston valinn besti þjálfarinn kvennamegin.
Dregið verður í jólahappdrætti Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur miðvikudaginn 8. janúar nk. hjá Sýslumanninum í Keflavík. Áætlað hafði verið að draga út í dag en vegna óviðráðanlegra ástæðna var því frestað um tvo daga.
Vert er að taka fram að aðeins verður dregið úr seldum miðum.
Fyrsti leikur Keflavíkurstúlkna í Domino´s deildinni á nýju ári verður nk. sunnudag, 5. janúar, þegar þær mæta Haukum í Schenker-Höllinni í Hafnarfirði. Keflavík er sem stendur í 2. sæti deildarinnar með 20 stig en fast á hæla þeirra koma Haukar með 18 stig. Má því gera ráð fyrir spennandi leik.
Miðasala er farin af stað í jóla- og áramótahappdrætti Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur. Fjöldan allan af glæsilegum vinningum er að finna í happdrættinu en heildarvermæti vinninga er um 800.000 kr. Þeir sem hafa áhuga á að nálgast miða er bent á að hafa samband við leikmenn mfl. karla og kvenna eða stjórnarmenn KKDK. Þá er fólki bent á að hafa samband við Sævar Sævarsson í síma 869-1926 til að nálgast miða eða til að fá nánari upplýsingar um vinninga eða happdrættið sjálft.
Vert er að taka fram að aðeins verður dregið úr seldum miðum.
Það verður sannkallaður stórleikur í Poweradebikarnum í kvöld þegar Keflavík tekur á móti Grindavík í TM-Höllinni kl. 19.15. Um er að ræða síðasta leikinn í 16-liða úrslitum.
Líkt og flestir vita er leikur ÍG og Keflavíkur B í 16-liða úrslitum Poweradebikarsins í kvöld í Grindavík. Leikurinn hefst kl. 19.15 en lið Keflavíkur B samanstendur m.a. af goðsögnum á borð við Sigurð Ingimundarson, Fal Harðason, Guðjón Skúlason, Albert Óskarsson og Gunnar Einarsson. Þá mun Damon Johnson leika sinn fyrsta leik með Keflavík í 10 ár en hann er kominn til landsins til að leika sinn síðasta leik þar sem ferill hans sem atvinnumaður hófst. Eftir leikinn í kvöld hjá ÍG og Keflavík B mun verða smá "hittingu" í féglasheimili Keflavíkur í TM-Höllinni vegna komu Damon Johson. Gera má ráð fyrir því að það hefjist um kl. 22.30, eða þegar leikmenn hafa klárað að teygja, tekið jóga, sturtað sig og fengið næringu í æð. Hvetjum við sem flesta að láta sjá sig en hugsanlegt er að uppboð verði á árituðum bol helstu goðsagnanna um kvöldið.