Fréttir

Aðalfundur KKDK fimmtudaginn 6. febrúar kl. 20.00
Karfa: Hitt og Þetta | 29. janúar 2014

Aðalfundur KKDK fimmtudaginn 6. febrúar kl. 20.00

Vegna óviðráðanlegra ástæðna frestast aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, sem fram átti að fara í kvöld, til fimmtudagsins 6. febrúar nk. Hefst hann kl. 20.00 í félagsheimili Keflavíkur á 2. hæð TM-Hallarinnar við Sunnubraut. Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf.

Búið að draga í jóla- og áramótahappdrætti KKDK - Sjáið númerin!
Karfa: Hitt og Þetta | 8. janúar 2014

Búið að draga í jóla- og áramótahappdrætti KKDK - Sjáið númerin!

Í dag var dregið í jóla- og áramótahappdrætti KKDK hjá Sýslumanninum í Keflavík. Fjölmargir flottir vinningar voru í boði, s.s. Iphone 4s frá Vodafone, ferðaávísun frá Mastercard o.fl. Vinningsnúmerin birtast hér að neðan en þeim vinningshöfum er bent á að hafa samband í síma 869-1926 eða saevar03@gmail.com þegar kemur að því að vitja vinninganna.

Mike, Sara og Bryndís í úrvalsliði fyrri umferðar Domino´s deildanna - Andy besti þjálfarinn í kvk
Karfa: Konur | 7. janúar 2014

Mike, Sara og Bryndís í úrvalsliði fyrri umferðar Domino´s deildanna - Andy besti þjálfarinn í kvk

Verðlaun voru veitt í dag fyrir bestu frammistöður í Domino's deildum karla og kvenna fyrir fyrri hluta keppnistímabilsins. Að venju voru fimm manna úrvalslið deildanna tilkynnt og verðlaun veitt fyrir besta þjálfarann og dugnaðarforkinn í báðum deildum. Michael Craion var valinn í úrvalslið karla og þær Sara Rún Hinriksdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir í úrvalslið kvenna. Þá var Andy Johnston valinn besti þjálfarinn kvennamegin.

Mike, Sara og Bryndís í úrvalsliði fyrri umferðar Domino´s deildanna - Andy besti þjálfarinn í kvk
Karfa: Karlar | 7. janúar 2014

Mike, Sara og Bryndís í úrvalsliði fyrri umferðar Domino´s deildanna - Andy besti þjálfarinn í kvk

Verðlaun voru veitt í dag fyrir bestu frammistöður í Domino's deildum karla og kvenna fyrir fyrri hluta keppnistímabilsins. Að venju voru fimm manna úrvalslið deildanna tilkynnt og verðlaun veitt fyrir besta þjálfarann og dugnaðarforkinn í báðum deildum. Michael Craion var valinn í úrvalslið karla og þær Sara Rún Hinriksdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir í úrvalslið kvenna. Þá var Andy Johnston valinn besti þjálfarinn kvennamegin.

Dregið í happdrætti KKDK miðvikudaginn 8. janúar
Karfa: Hitt og Þetta | 6. janúar 2014

Dregið í happdrætti KKDK miðvikudaginn 8. janúar

Dregið verður í jólahappdrætti Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur miðvikudaginn 8. janúar nk. hjá Sýslumanninum í Keflavík. Áætlað hafði verið að draga út í dag en vegna óviðráðanlegra ástæðna var því frestað um tvo daga.

Vert er að taka fram að aðeins verður dregið úr seldum miðum.

Keflavíkurstúlkur hefja nýtt ár í Hafnarfirði
Karfa: Konur | 3. janúar 2014

Keflavíkurstúlkur hefja nýtt ár í Hafnarfirði

Fyrsti leikur Keflavíkurstúlkna í Domino´s deildinni á nýju ári verður nk. sunnudag, 5. janúar, þegar þær mæta Haukum í Schenker-Höllinni í Hafnarfirði. Keflavík er sem stendur í 2. sæti deildarinnar með 20 stig en fast á hæla þeirra koma Haukar með 18 stig. Má því gera ráð fyrir spennandi leik.

Miðasala farin af stað í jóla- og áramótahappdrætti KKDK
Körfubolti | 16. desember 2013

Miðasala farin af stað í jóla- og áramótahappdrætti KKDK

Miðasala er farin af stað í jóla- og áramótahappdrætti Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur. Fjöldan allan af glæsilegum vinningum er að finna í happdrættinu en heildarvermæti vinninga er um 800.000 kr. Þeir sem hafa áhuga á að nálgast miða er bent á að hafa samband við leikmenn mfl. karla og kvenna eða stjórnarmenn KKDK. Þá er fólki bent á að hafa samband við Sævar Sævarsson í síma 869-1926 til að nálgast miða eða til að fá nánari upplýsingar um vinninga eða happdrættið sjálft.

Vert er að taka fram að aðeins verður dregið úr seldum miðum.