Fréttir

Spennusigur á Stykkishólmi - Stutt viðtal við Söndru Lind
Karfa: Konur | 5. nóvember 2013

Spennusigur á Stykkishólmi - Stutt viðtal við Söndru Lind

Keflvíkingar unnu sinn sjöunda leik í röð í Domino´s deild kvenna í körfubolta á sunnudag þegar liðið sigraði Snæfell með einu stigi, 68-69, en leikurinn fór fram á einum erfiðasta útivelli landsins á Stykkishólmi. Hjá Keflvíkingum voru þær Porsche Landry með 26 stjg, 5 fráköst og 8 stoðsendingar og Bryndís Guðmundsdóttir með 18 stig og 12 fráköst atkvæðamestar. Þá var Sara Rún Hinriksdóttir með 11 stig og 6 fráköst og Birna Valgarðsdóttir, sem mætt er aftur eftir meiðsli, með 6 stig og 6 fráköst. Aðrar voru með minna framlag.

Skyldusigur gegn lánlausu Valsliði - Stutt viðtal við Arnar Frey
Karfa: Karlar | 1. nóvember 2013

Skyldusigur gegn lánlausu Valsliði - Stutt viðtal við Arnar Frey

Keflvíkingar unnu sannfærandi, 76-94, sigur á Valsmönnum í fjórðu umferð Domino´s deidlar karla í gærkveldi en leikurinn fór fram í Vodafonehöllinni. Heimamenn voru sterkari aðilinn í fyrsta leikhluta og svo virtist sem örlítið kæruleysi einkenndi leik gestanna. Um miðjan annan leikhluta tóku Keflvíkingar handbremsuna af og um leið í annan gír var komið var forystan orðin um tíu stig. Meira þurfti ekki, Keflvíkingar flökkuðu milli annans og þriðja gírs út leikinn og innbyrtu að lokum öruggan 18 stiga sigur.

Sviðaveisla KKDK föstudaginn 22. nóvember nk.
Karfa: Hitt og Þetta | 1. nóvember 2013

Sviðaveisla KKDK föstudaginn 22. nóvember nk.

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur mun halda hina árlegu sviðaveislu föstudaginn 22. nóvember nk. í félagsheimili Keflavíkur í TM-Höllinni. Framreidd verða heit og köld svið ásamt öðru stórfenglegu góðmeti.

Stórleikur í TM-Höllinni á sunnudag í Poweradebikarnum
Karfa: Karlar | 31. október 2013

Stórleikur í TM-Höllinni á sunnudag í Poweradebikarnum

Það verður sannkallaður stórleikur í 32-liða úrslitum Poweradebikarsins sunnudaginn 3. nóvember í TM-Höllinni en þá taka goðsagnirnar í Keflavíkurhraðlestinni (Keflavík-B) á móti liði Álftaness. Leikurinn hefst kl. 14.00 en ætla má að færri komist að en vilja.

Keflavík mætir Val í kvöld í Vodafonehöllinni
Karfa: Karlar | 31. október 2013

Keflavík mætir Val í kvöld í Vodafonehöllinni

Keflvíkingar halda í borg óttans í kvöld er þeir mæta Val í 4. umferð Domino´s deildar karla. Leikurinn hefst kl. 19.15 og er hann í Vodafonehöll þeirra Valsmanna. Liðin hafa byrjað leiktíðina með mismunandi hætti en Keflvíkingar eru ósigraðir á toppi deildarinnar á meðan Valsmenn sitja á botninum án sigurs.

Keflavíkurstúlkur áfram á sigurbraut
Karfa: Konur | 30. október 2013

Keflavíkurstúlkur áfram á sigurbraut

Keflavík og KR mættust í kvöld í TM-Höllinni í 6. umferð Domino´s deildar kvenna. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og mátt glöggt sjá að kanalausar KR-stúlkur ætluðu sér meira en skottúr til Keflavíkur þetta miðvikudagskvöldið. Drifnar áfram af Sigrúnu Ámundadóttur áttu þær í fullu tré við toppliðið og þegar gengið var til klefa í leikhléi voru það Vestubæjarmeyjarnar sem leiddu með einu stigi, 33-34. Í seinni hálfleik voru Keflavíkurstúlkur fljótar að ná forystu og þó KR-stúlkur væru aldrei langt undan létu heimastúlkur forystuna aldrei af hendi. Lokuð þær loks kvöldinu með nokkuð sannfærandi 18 stiga sigri, 74-56.

Keflavík - KR í TM-Höllinni í kvöld - Grillin tendruð
Karfa: Konur | 30. október 2013

Keflavík - KR í TM-Höllinni í kvöld - Grillin tendruð

Topplið Keflavíkur mætir KR í Domino´s deild kvenna í kvöld kl. 19.15 í TM-Höllinni. Fyrrnefnd lið mættust í úrslitum Domino´s deildarinnar á síðasta tímabili þar sem Keflavíkurstúlkur höfðu sigur og enduðu uppi sem Íslandsmeistarar.

Spennusigur í Ljónagryfjunni - Stutt viðtal við Val Orra
Karfa: Karlar | 29. október 2013

Spennusigur í Ljónagryfjunni - Stutt viðtal við Val Orra

Keflvíkingar unnu magnþrunginn spennusigur, 85-88, gegn nágrönnum sínum í Njarðvík í þriðju umferð Domino´s deildarinnar í gær en leikurinn fór fram í Ljónagryfjunni. Ekki þarf að fara mörg orð um umræddan leik enda var hann sýndur í beinni á stöð2 sport auk þess sem flestir fjölmiðlar landsins gerðu honum góð skil.

æk

æk

æk