Spennusigur á Stykkishólmi - Stutt viðtal við Söndru Lind
Keflvíkingar unnu sinn sjöunda leik í röð í Domino´s deild kvenna í körfubolta á sunnudag þegar liðið sigraði Snæfell með einu stigi, 68-69, en leikurinn fór fram á einum erfiðasta útivelli landsins á Stykkishólmi. Hjá Keflvíkingum voru þær Porsche Landry með 26 stjg, 5 fráköst og 8 stoðsendingar og Bryndís Guðmundsdóttir með 18 stig og 12 fráköst atkvæðamestar. Þá var Sara Rún Hinriksdóttir með 11 stig og 6 fráköst og Birna Valgarðsdóttir, sem mætt er aftur eftir meiðsli, með 6 stig og 6 fráköst. Aðrar voru með minna framlag.