Ólafur Styrmisson til Keflavíkur
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur samið við unglingalandsliðsmanninn Ólaf Inga Styrmisson um að leika með liðinu næstu tvö árin.
Mikil ánægja er innan herbúða Keflavíkur með að Ólafur Ingi hafi ákveðið að taka slaginn með Keflavík. Þrátt fyrir ungan aldur gera þjálfarar Keflvíkinga væntingar til þess að Ólafur Ingi muni strax gera atlögu að mínútum með liðinu þó auðvitað sé stökkið milli 1. deildar og úrvalsdeildar talsvert.