Fréttir

Birna Valgerður snýr heim
Karfa: Konur | 30. maí 2022

Birna Valgerður snýr heim

Miðherjinn Birna Valgerður Benónýsdóttir hefur snúið aftur heim til Íslands og mun taka slaginn með Keflavíkurstúlkum í Subway deild kvenna á næsta tímabili. Birna gerði tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Keflavíkur. Birna Valgerður hefur leikið í bandaríska háskólaboltanum frá haustinu 2019.

Okeke spenntur fyrir komandi tímum
Karfa: Karlar | 23. maí 2022

Okeke spenntur fyrir komandi tímum

Líkt og kom fram í fréttum í apríl mun miðherjinn David Albright Okeke leika áfram með karlaliði Keflavíkur í körfubolta á næsta tímabili. Okeke meiddist illa á hásin fyrir áramót og spilaði þar að leiðandi ekkert með liðinu eftir áramót. Í þeim níu leikjum sem Okeke spilaði skoraði hann um 20 stig og tók 11 fráköst að meðaltali í leik. Það er ljóst að um gríðarlega mikilvægt púsl er að ræða enda var Okeke einn besti leikmaður deildarinnar áður en hann meiddist og Keflvíkingar í toppsæti deildarinnar.

Milka áfram í Keflavík
Karfa: Karlar | 22. maí 2022

Milka áfram í Keflavík

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur, KKDK, hefur komist að samkomulagi við Dominykas Milka þess efnis að uppsögn á samningi leikmannsins verði dregin til baka. Mun hann þar að leiðandi leika áfram í búningi Keflavíkur á næstu leiktíð hið minnsta.

Ólöf Rún framlengir til tveggja ára
Körfubolti | 21. maí 2022

Ólöf Rún framlengir til tveggja ára

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur endurnýjað samning sinn við Ólöfu Rúnu Óladóttur til tveggja ára. Ólöf, sem er uppalin Grindvíkingur, er á sínu öðru tímabili en strax á síðasta tímabili var hún orðin lykilleikmaður hjá Keflavík með tæp 8 stig að meðaltali í leik á rúmum 20 mínútum.

Anna Ingunn framlengir til þriggja ára
Karfa: Konur | 21. maí 2022

Anna Ingunn framlengir til þriggja ára

Anna Ingunn Svansdóttir hefur framlengt samning sinn við körfuknattleiksdeild Keflavíkur til þriggja ára. Anna Ingunn, sem er uppalin Keflavíkurmær, hefur vaxið gríðarlega sem leikmaður undanfarin ár og er hún orðin ein af burðarásum liðsins. Þessi mikla þriggjastiga skytta skoraði 16,5 stig að meðaltali í leik á síðasta tímabili ásamt því að taka 3 fráköst og gefa 2,5 stoðsendingar. Spilamennska Önnu Ingunnar skilaði henni sæti í A-landsliði kvenna.

Framkvæmdastjóri ráðinn hjá körfuknattleiksdeild Keflavíkur
Karfa: Karlar | 18. maí 2022

Framkvæmdastjóri ráðinn hjá körfuknattleiksdeild Keflavíkur

Guðmundur Steinarsson hefur verið ráðinn í hlutastarf sem framkvæmdastjóri körfuknattleiksdeildar Keflavíkur. Guðmundur er auðvitað öllum Keflvíkingum kunnur enda er hann bæði leikja- og markahæsti leikmaður í sögu Keflavíkur í fótbolta í efstu deild.

Valur Orri Valsson semur til tveggja ára
Karfa: Karlar | 15. maí 2022

Valur Orri Valsson semur til tveggja ára

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur endurnýjað samning sinn við bakvörðinn Val Orra Valsson. Valur Orri semur til tveggja ára. Keflvíkingar eru að vonum ánægðir með þessi tíðindi enda Valur Orri ...

Jaka Brodnik endurnýjar
Karfa: Karlar | 13. maí 2022

Jaka Brodnik endurnýjar

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur endurnýjað samning sinn við Jaka Brodnik og mun hann því taka annað tímabil í búningi Keflavíkur. Mikil ánægja er innan herbúða Keflavíkur með að Jaka hyggist taka slaginn áfram með Keflavík enda féll hann vel inn í liðið og samfélagið í bænum. Á nýliðnu tímabili skilaði Jaka Brodnik 14 stigum og 5,5 fráköstum að meðaltali í leik.