TM-Höllin komin í búninginn - Grillin verða tendruð fyrir leikinn gegn KFÍ á föstudag
Körfuknattleiksddeild Keflavíkur og TM undirrituðu á dögunum samstarfssamning líkt og áður hefur komið fram en samkvæmt samningi mun heimavöllur liðsins að Sunnubraut 34 í Keflavík hér eftir bera nafnið TM-Höllin. Þeir sem hafa lagt leið sína í íþróttahúsið hafa tekið eftir því að búið er að merkja það TM en af því tilefni þótti rétt að smella mynd af nokkrum leikmönnum Keflavíkurliðanna ásamt stjórnarmanni KKDK og Gunnari Oddssyni frá TM.