Fréttir

TM-Höllin komin í búninginn - Grillin verða tendruð fyrir leikinn gegn KFÍ á föstudag
Karfa: Hitt og Þetta | 15. október 2013

TM-Höllin komin í búninginn - Grillin verða tendruð fyrir leikinn gegn KFÍ á föstudag

Körfuknattleiksddeild Keflavíkur og TM undirrituðu á dögunum samstarfssamning líkt og áður hefur komið fram en samkvæmt samningi mun heimavöllur liðsins að Sunnubraut 34 í Keflavík hér eftir bera nafnið TM-Höllin. Þeir sem hafa lagt leið sína í íþróttahúsið hafa tekið eftir því að búið er að merkja það TM en af því tilefni þótti rétt að smella mynd af nokkrum leikmönnum Keflavíkurliðanna ásamt stjórnarmanni KKDK og Gunnari Oddssyni frá TM.

Styttist í fyrsta heimaleik karlaliðsins - Minnum á reglur varðandi Hraðlestina
Karfa: Hitt og Þetta | 15. október 2013

Styttist í fyrsta heimaleik karlaliðsins - Minnum á reglur varðandi Hraðlestina

Nú fer óðum að styttast í fyrsta heimaleik Keflavíkur í Domino´s deild karla en Keflvíkingar mæta KFÍ í TM-Höllinni föstudaginn 18. október. Líkt og áður hefur verið vikið að hefur stuðningsmönnum í Hraðlestinni fjölgað umtalsvert undanfarið og er svo komið að nánast uppselt er orðið í númeruðu sætin í neðri stúlku.

Magnús Þór líklega frá næstu 6-8 vikurnar
Karfa: Karlar | 15. október 2013

Magnús Þór líklega frá næstu 6-8 vikurnar

Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliði Keflavíkurliðsins, handarbrotnaði á æfingu liðsins í gær og verður líklega frá í 6-8 vikur vegna þessa. Um er að ræða skothendi kappans og sömu hendi og þar sem hann hefur fingurbrotnað sl. tvö ár. Ljóst er að um mikið áfall er að ræða fyrir Keflavíkurliðið en þó ekki síst fyrir Magnús Þór sjálfan.

Stórsigur á silfurdrengjunum - Stutt viðtal við Þröst Leó
Karfa: Karlar | 11. október 2013

Stórsigur á silfurdrengjunum - Stutt viðtal við Þröst Leó

Keflvíkingar unnu í gær stórsigur á Stjörnunni, silfurdrengjum síðasta tímabils, í fyrsta leik Domino´s deildar karla en leikið var í Garðabæ. Lokastaðan var 63-88 gestunum í vil og má segja að Stjarnan hafi aldrei séð til sólar, svo óralangt var hún.

Góður sigur í fyrsta leik hjá Keflavíkurstúlkum - Stutt viðtal við Bríet Sif
Karfa: Konur | 10. október 2013

Góður sigur í fyrsta leik hjá Keflavíkurstúlkum - Stutt viðtal við Bríet Sif

Keflavíkurstúlkur sigruðu Hauka í gær, 76-74 í æsispennandi leik í Domino´s deild kvenna en leikur fór fram í TM-Höllinni. Stúlkurnar sýndu mikinn karakter eftir að hafa verið undir þegar stutt var til leiksloka. Bríet Sif Hinriksdóttir, tvíburasystir Söru Rún Hinriksdóttur, sem leikið hefur stórt hlutverk í Keflavíkurliðinu sl. tvö tímabil er að koma gríðarlega sterkt til leiks í upphafi móts og átti góða innkomu í leiknum í gær. Hún endaði leikinn með 6 stig af bekknum og er ljóst að hún ætlar að láta til sín taka á komandi tímabili í Domino´s deildinni.