Ólöf Rún framlengir til tveggja ára
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur endurnýjað samning sinn við Ólöfu Rúnu Óladóttur til tveggja ára. Ólöf, sem er uppalin Grindvíkingur, er á sínu öðru tímabili en strax á síðasta tímabili var hún orðin lykilleikmaður hjá Keflavík með tæp 8 stig að meðaltali í leik á rúmum 20 mínútum.