Fréttir

Keflavík framlengir við Andra, Hafliða og Ragnar
Karfa: Karlar | 24. apríl 2013

Keflavík framlengir við Andra, Hafliða og Ragnar

Á meðan Keflavíkurstúlkur heyja baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn er karlaliðið að hefja undirbúning fyrir næsta tímabil. Liður í því er að framlengja samning við þá leikmenn sem leikið hafa með liðinu. Þegar hafði verið framlengt við Darrel Lewis en í gær var gengið frá framlengingu við Andra Daníelsson, Hafliða Má Brynjarsson og Ragnar Gerald Albertsson en allir eru þeir á tuttugasta aldursári.

Keflvíkingar áfram í unglingaflokki eftir dramatískan sigur á KR
Karfa: Karlar | 23. apríl 2013

Keflvíkingar áfram í unglingaflokki eftir dramatískan sigur á KR

Keflvíkingar komust í kvöld áfram í unglingaflokki karla eftir dramatískan 88-84 sigur á KR í 8-liða úrslitum en leikurinn fór fram í Toyotahöllinni. Framlengja þurfti leikinn og voru það heimamenn sem voru sterkari aðilinn í framlengingunni þrátt fyrir að Andri Daníelsson og Valur Orri Valsson hafi verið komnir með 5 villur.

8 liða úrslit í Unglingaflokki karla klár
Karfa: Yngri flokkar | 22. apríl 2013

8 liða úrslit í Unglingaflokki karla klár

8 liða úrslit í Unglingaflokki karla liggja nú fyrir og nánast öllum leikjum deildarkeppninnar er lokið. Leikið var í tveimur 7 liða riðlum í vetur og léku Keflvíkingar í B-riðli þar sem þeir urðu ...

Styttist í fyrsta leik Keflavíkur og KR í úrslitum
Karfa: Konur | 19. apríl 2013

Styttist í fyrsta leik Keflavíkur og KR í úrslitum

Keflavíkurstúlkur taka á móti KR í fyrsta leik úrslitaseríu Domino´s deildar kvenna í Toyotahöllinni á morgun, laugardaginn 20. apríl. Leikurinn hefst kl. 16.00. Grillin verða sett í gang um kl. 15.00 og því flott að fá sér hamborgara og meðlæti fyrir leik. Þá verða bekkirnir sem eru í efri stúku settir niður en slíkt skapaði mikla stemmningu í oddaleik Keflavíkur og Vals í 4-liða úrslitum.

Keflavík með silfur í minnibolta drengja
Karfa: Yngri flokkar | 17. apríl 2013

Keflavík með silfur í minnibolta drengja

Yngri flokkar Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur halda áfram að gera góða hluti en um s.l. helgi hafnaði Minnibolti dremgja í 2. sæti í úrslitum Íslandsmótsins og fengu peyjarnir því silfur um hálsi...

Oddaleikur gegn Val á þriðjudag - Grillum okkur í gang og styðjum stúlkurnar til sigurs!
Karfa: Konur | 15. apríl 2013

Oddaleikur gegn Val á þriðjudag - Grillum okkur í gang og styðjum stúlkurnar til sigurs!

Keflavíkurstúlkur taka á móti Val í oddaleik í 4-liða úrslitum Domino´s deildar kvenna í Toyotahöllinni þriðjudaginn 16. apríl. Stúlkurnar hafa tapað báðum heimaleikjum sínum en ætla að snúa við blaðinu á morgun með aðstoð og stuðningi frá öllum Keflvíkingum. Sýnum stelpunum stuðning og mætum til að hvetja og hafa gaman. Grillin verða sett í gang um kl. 17.30 og því flott að fá sér hamborgara og meðlæti fyrir leik. Þá verða bekkir settir niður og mun verða mynduð gryfja í húsinu sem myndar þá stemmningu sem stúlkurnar þurfa á að halda!

Keflavík Íslandsmeistari í 7. flokki stúlkna
Karfa: Yngri flokkar | 15. apríl 2013

Keflavík Íslandsmeistari í 7. flokki stúlkna

Stelpurrnar í 7. flokki urðu í Íslandsmeistarar í gær þegar þær lögðu Grindavík af velli í úrslitaleik 47-26 en úrslitamótið fór fram í Toyotahöllinni. Keflavík byrjaði leikinn af miklum krafti og ...