Keflavík Íslandsmeistari í minnibolta stúlkna
Keflavíkurstúlkur urðu í dag Íslandsmeistarar í minnibolta 11. ára stúlkna eftir æsispennandi úrslitaleik gegn Grindavík í Toyotahöllinni en bæði lið voru ósigruð í 4. umferð fyrir þennan leik. Fjö...
Keflavíkurstúlkur urðu í dag Íslandsmeistarar í minnibolta 11. ára stúlkna eftir æsispennandi úrslitaleik gegn Grindavík í Toyotahöllinni en bæði lið voru ósigruð í 4. umferð fyrir þennan leik. Fjö...
Á dögunum undirrituðu Landsbankinn og Körfuknattleiksdeild Keflavíkur nýjan samstarfssamning til þriggja ára. Landsbankinn hefur verið aðalstyrktaraðili körfuknattleiksdeildarinnar í yfir tveggja áratuga skeið og samstarfsið verið afar farsælt að sögn beggja aðila. Merki Krabbameinsfélags Suðurnesja mun áfram prýða búninga leikmanna og njóta góðs af velgengni liðsins. Landsbankinn afsalaði sér merkingum á búningunum og Keflavík valdi Krabbameinsfélagið í staðin. Bankinn greiðir áfram áheit fyrir hvern sigur á Íslandsmóti karla og kvenna.
Keflvíkingar hafa samið við Darrel Keith Lewis um að leika með liðinu í eitt ár til viðbótar og mun hann því leika með liðinu á næstu leiktíð í Domino´s deildinni. Samningur þess efnis var undirritaður í Toyotahöllinni sl. þriðjudag. Fáir efast um ágæti leikmannsins en nánast má fullyrða að hann hafi verið besti íslenski leikmaðurinn í deildinni í vetur þar sem hann skilaði 20 stigum, 7 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali í leik! Darrel heldur af landi brott í dag og mun eyða sumrinu í Bandaríkjunum. Von er á kappanum aftur “heim” í byrjun september.
Það er stórmerkileg körfuboltahelgi framundan í Toyotahöllinni sem snýr að Íslandsmóti yngri flokka , því þá mun í fyrsta skipti eitt og sama félagið halda þrjú „loka“ fjölliðamót sömu helgina í sa...
Í kvöld kl. 19.15 mætast Keflavík og Valur í 1. leik úrslitakeppninnar í Domino´s deild kvenna en leikið er í Toyotahöllinni. Ljóst er að leikurinn mun koma til með að verða æsispennandi enda eru þetta liðin sem mættust í bikarúrslitum þar sem Keflavík hafði sigur.
Keflvíkingar eru byrjaðir að smala í rútuferð til Garðabæjar á morgun en hún verður farin stundvíslega kl. 17.30 frá íþróttahúsinu í Keflavík - Toyota höllinni. Kostnaðinum verður haldið í algjöru lágmarki og mun ferðin kosta 1000 kr. á mann en sæti eru fyrir 50 í rútunni. Pumasveitin jr. mun hópast í rútuna og verður því stuð og stemmning hjá þeim ungu og vösku sveinum. Mætið stundvíslega - fyrstir koma fyrstir fá!
Áfengi er stranglega bannað í rútunni. Verði vart við áfengi verður sá hinn sami bannaður aðgangur á leiki Keflavíkur í framtíðinni.
Í kvöld fer fram lokaumferðin í Dominosdeild kvenna og til Keflavíkur mætir lið Fjölnis sem bíður það leiðinda hlutskipti að fara niður um deild næsta árið. Þær koma vonandi tvíefldar til baka að þ...
Keflvíkingar urðu í gær Íslandsmeistarar í 8. flokki drengja þegar þeir lögðu Fjölni í úrslitaleik 44-40 sem var stórskemmtilegur og æsispennandi þó Keflvíkingar hafi leitt allan leikinn. Síðustu t...