Fréttir

Darrel Lewis framlengir
Karfa: Karlar | 5. apríl 2013

Darrel Lewis framlengir

Keflvíkingar hafa samið við Darrel Keith Lewis um að leika með liðinu í eitt ár til viðbótar og mun hann því leika með liðinu á næstu leiktíð í Domino´s deildinni. Samningur þess efnis var undirritaður í Toyotahöllinni sl. þriðjudag. Fáir efast um ágæti leikmannsins en nánast má fullyrða að hann hafi verið besti íslenski leikmaðurinn í deildinni í vetur þar sem hann skilaði 20 stigum, 7 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali í leik! Darrel heldur af landi brott í dag og mun eyða sumrinu í Bandaríkjunum. Von er á kappanum aftur “heim” í byrjun september.

ALLT að gerast í Toyotahöllinni um helgina
Karfa: Yngri flokkar | 5. apríl 2013

ALLT að gerast í Toyotahöllinni um helgina

Það er stórmerkileg körfuboltahelgi framundan í Toyotahöllinni sem snýr að Íslandsmóti yngri flokka , því þá mun í fyrsta skipti eitt og sama félagið halda þrjú „loka“ fjölliðamót sömu helgina í sa...

Keflavíkurstúlkur mæta Val í kvöld
Karfa: Konur | 3. apríl 2013

Keflavíkurstúlkur mæta Val í kvöld

Í kvöld kl. 19.15 mætast Keflavík og Valur í 1. leik úrslitakeppninnar í Domino´s deild kvenna en leikið er í Toyotahöllinni. Ljóst er að leikurinn mun koma til með að verða æsispennandi enda eru þetta liðin sem mættust í bikarúrslitum þar sem Keflavík hafði sigur.

Rútuferð í Garðabæ - Lagt af stað kl. 17.30
Karfa: Karlar | 27. mars 2013

Rútuferð í Garðabæ - Lagt af stað kl. 17.30

Keflvíkingar eru byrjaðir að smala í rútuferð til Garðabæjar á morgun en hún verður farin stundvíslega kl. 17.30 frá íþróttahúsinu í Keflavík - Toyota höllinni. Kostnaðinum verður haldið í algjöru lágmarki og mun ferðin kosta 1000 kr. á mann en sæti eru fyrir 50 í rútunni. Pumasveitin jr. mun hópast í rútuna og verður því stuð og stemmning hjá þeim ungu og vösku sveinum. Mætið stundvíslega - fyrstir koma fyrstir fá!

Áfengi er stranglega bannað í rútunni. Verði vart við áfengi verður sá hinn sami bannaður aðgangur á leiki Keflavíkur í framtíðinni.

Keflavík Íslandsmeistari í 8. flokki drengja
Karfa: Yngri flokkar | 23. mars 2013

Keflavík Íslandsmeistari í 8. flokki drengja

Keflvíkingar urðu í gær Íslandsmeistarar í 8. flokki drengja þegar þeir lögðu Fjölni í úrslitaleik 44-40 sem var stórskemmtilegur og æsispennandi þó Keflvíkingar hafi leitt allan leikinn. Síðustu t...

Leikmenn heimsóttu grunnskóla Keflavíkur
Karfa: Karlar | 22. mars 2013

Leikmenn heimsóttu grunnskóla Keflavíkur

Leikmenn meistaraflokks Keflavíkur heimsóttu grunnskóla Keflavíkur í morgun til að auglýsa leik liðsins gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Domino´s deildarinnar sem fram fer á sunnudag kl. 19.15 í Toyotahöllinni.

Afsökunarbeiðni KKDK vegna framkomu nokkurra stuðningsmanna Keflavíkur
Karfa: Karlar | 22. mars 2013

Afsökunarbeiðni KKDK vegna framkomu nokkurra stuðningsmanna Keflavíkur

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur (KKDK) vill koma á framfæri afsökunarbeiðni til Stjörnunnar og starfsfólks félagsins vegna ólíðandi framkomu nokkurra stuðningsmanna Keflavíkur á leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta og fjallað hefur verið um á vefsíðunni www.sport.is. KKDK hefur reynt eftir fremsta megni að koma í veg fyrir framkomu sem þessa. Hefur þannig verið biðlað til stuðningsmanna félagsins að fylgja þeim reglum sem eru í gildi um meðferð áfengis á kappleikjum, sýna mótherjanum og starfsfólki hans ávalt virðingu og einbeita sér að því að styðja Keflavíkurliðið til góðra verka á leikvellinum. Vitað er hverjir umræddir aðilar eru og sem betur fer eru þeir aðeins brot af annars frábærum stuðningsmönnum félagsins.