Fréttir

Rútuferð í Garðabæ - Lagt af stað kl. 17.30
Karfa: Karlar | 27. mars 2013

Rútuferð í Garðabæ - Lagt af stað kl. 17.30

Keflvíkingar eru byrjaðir að smala í rútuferð til Garðabæjar á morgun en hún verður farin stundvíslega kl. 17.30 frá íþróttahúsinu í Keflavík - Toyota höllinni. Kostnaðinum verður haldið í algjöru lágmarki og mun ferðin kosta 1000 kr. á mann en sæti eru fyrir 50 í rútunni. Pumasveitin jr. mun hópast í rútuna og verður því stuð og stemmning hjá þeim ungu og vösku sveinum. Mætið stundvíslega - fyrstir koma fyrstir fá!

Áfengi er stranglega bannað í rútunni. Verði vart við áfengi verður sá hinn sami bannaður aðgangur á leiki Keflavíkur í framtíðinni.

Keflavík Íslandsmeistari í 8. flokki drengja
Karfa: Yngri flokkar | 23. mars 2013

Keflavík Íslandsmeistari í 8. flokki drengja

Keflvíkingar urðu í gær Íslandsmeistarar í 8. flokki drengja þegar þeir lögðu Fjölni í úrslitaleik 44-40 sem var stórskemmtilegur og æsispennandi þó Keflvíkingar hafi leitt allan leikinn. Síðustu t...

Leikmenn heimsóttu grunnskóla Keflavíkur
Karfa: Karlar | 22. mars 2013

Leikmenn heimsóttu grunnskóla Keflavíkur

Leikmenn meistaraflokks Keflavíkur heimsóttu grunnskóla Keflavíkur í morgun til að auglýsa leik liðsins gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Domino´s deildarinnar sem fram fer á sunnudag kl. 19.15 í Toyotahöllinni.

Afsökunarbeiðni KKDK vegna framkomu nokkurra stuðningsmanna Keflavíkur
Karfa: Karlar | 22. mars 2013

Afsökunarbeiðni KKDK vegna framkomu nokkurra stuðningsmanna Keflavíkur

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur (KKDK) vill koma á framfæri afsökunarbeiðni til Stjörnunnar og starfsfólks félagsins vegna ólíðandi framkomu nokkurra stuðningsmanna Keflavíkur á leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta og fjallað hefur verið um á vefsíðunni www.sport.is. KKDK hefur reynt eftir fremsta megni að koma í veg fyrir framkomu sem þessa. Hefur þannig verið biðlað til stuðningsmanna félagsins að fylgja þeim reglum sem eru í gildi um meðferð áfengis á kappleikjum, sýna mótherjanum og starfsfólki hans ávalt virðingu og einbeita sér að því að styðja Keflavíkurliðið til góðra verka á leikvellinum. Vitað er hverjir umræddir aðilar eru og sem betur fer eru þeir aðeins brot af annars frábærum stuðningsmönnum félagsins.

Tap í fyrsta leik - Stuðnings óskað frá öllum Keflvíkingum á sunnudag
Karfa: Karlar | 22. mars 2013

Tap í fyrsta leik - Stuðnings óskað frá öllum Keflvíkingum á sunnudag

Keflavík tapaði í gær fyrsta leiknum í rimmunni við Stjörnuna í 8-liða úrslitum Domino´s deildarinnar í körfubolta. Eftir frábæran 1. leikhluta af hálfu Keflvíkinga, þar sem vörnin var aðalsmerki liðsins, jafnaðist leikurinn nokkuð og slaknaði á vörninni. Fór það svo að Stjarnan leiddi með fjórum stigum í hálfleik, 54-50.

Valur Orri kominn í stakkinn og tilbúinn í orrustu - Stutt viðtal við Val Orra
Karfa: Karlar | 21. mars 2013

Valur Orri kominn í stakkinn og tilbúinn í orrustu - Stutt viðtal við Val Orra

Keflavík mætir Stjörnunni í kvöld kl. 19.15 í Garðabæ í 8-liða úrslitum Domino´s deildarinnar, eins og allir ættu að þekkja. Það styttist því í þessa örrustu sem flestir telja að verði mjög spennandi og geti farið hvernig sem er. Valur Orri Valsson, leikstjórnandi Keflavíkur, virðist tilbúinn að heyja mikla baráttu en við lögðum fyrir hann nokkrar laufléttar spurningar rétt í þessu.

Bekkurinn þarf að koma inn með meiri baráttu - Stutt viðtal við Almar Stefán
Karfa: Karlar | 21. mars 2013

Bekkurinn þarf að koma inn með meiri baráttu - Stutt viðtal við Almar Stefán

Í kvöld kl. 19.15 fara Keflavíkurpiltar í Garðabæinn þar sem þeir mæta Stjörnunni í 8-liða úrslitum Domino´s deildarinnar. Leikmenn liðsins eru orðnir vel gíraðir fyrir leikinn, hvort sem þeir hefja leik á parketinu eða á bekknum. Almar Stefán Guðbrandsson, miðherji Keflavíkur, var fenginn til að svara örfáum spurningum í aðdraganda rimmunnar milli Keflavíkur og Stjörnunnar sem allir bíða eftir.