Fréttir

Keflavíkurstúlkur taka á móti Haukum í kvöld
Karfa: Konur | 9. október 2013

Keflavíkurstúlkur taka á móti Haukum í kvöld

Domino´s deild kvenna fer af stað í kvöld þegar Keflavík tekur á móti Haukum í TM-Höllinni í kvöld kl. 19.15. Liðunum er spáð misjöfnu gengi í vetur samkvæmt spá þjálfara, fyrirliða og formanna deildarinnar en þar hefur Haukum verið raðað í 2. sætið en Keflavík í 5. sæti.

Sambíóin-Keflavík styrkja körfuknattleiksdeild Keflavíkur
Karfa: Hitt og Þetta | 9. október 2013

Sambíóin-Keflavík styrkja körfuknattleiksdeild Keflavíkur

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur og Sambíóin-Keflavík undirrituðu styrktarsamning sl. föstudag en Sambíóin hafa verið dyggur stuðningsaðili Keflavíkur undanfarin ár. Að því tilefni buðu Sambíóin leikmönnum meistaraflokks kvenna á frumsýningu myndarinnar "About time" en myndin hefur augljóslega hitt á rétta strengi hjá stúlkunum enda unnu þær Val í leiknum um "meistara meistaranna" í kjölfarið.

Keflavíkurstúlkur meistarar meistaranna
Karfa: Konur | 7. október 2013

Keflavíkurstúlkur meistarar meistaranna

Keflavíkurstúlkur sigruðu Valsstúlkur í gær í leiknum um meistara meistaranna, 77-74 en leikurinn fór fram í TM-Höllinni.

Mikil fjölgun í Hraðlestinni - Mikilvæg orðsending frá stjórn KKDK
Karfa: Hitt og Þetta | 30. september 2013

Mikil fjölgun í Hraðlestinni - Mikilvæg orðsending frá stjórn KKDK

Mikil fjölgun hefur átt sér stað í stuðningsmannaklúbb Keflavíkur, "Hraðlestina" undanfarna daga og vikur. Er svo komið að lausum sætum fækkar með degi hverjum og fer því hver að verða síðastur að tryggja sér númerað sæti í TM-Höllinni fyrir komandi átök í Domino´s deild karla og kvenna.

Keflvíkingar Lengjubikarmeistarar
Karfa: Karlar | 30. september 2013

Keflvíkingar Lengjubikarmeistarar

Keflvíkingar áttu ekki í vandræðum með vesturbæjarlið KR í gær þegar liðin mættust í úrslitaleik Lengjubikarsins í Njarðvík. 89:58 var lokastaða leiksins og eins og tölurnar gefa til kynna þá var um að ræða rassskellingu þetta kvöldið. Keflavík vann leikinn verðskuldað, þeir börðust allt fram á síðustu sekúndu og voru einfaldlega klassanum betri en KR í þetta skiptið.

Keflavík mætir Snæfell í Njarðvík í kvöld
Karfa: Karlar | 27. september 2013

Keflavík mætir Snæfell í Njarðvík í kvöld

Í kvöld fara fram undanúrslitin í Lengjubikarkeppni karla en báðir leikirnir fara fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Fyrri viðureign kvöldsins er slagur Keflavíkur og Snæfells sem hefst kl. 18:00 en kl. 20:00 mætast svo Grindavík og KR.