Magnús Þór heiðraður fyrir sigurleikinn gegn ÍR
Keflvíkingar enda í 5. sæti í Domino´s deild karla annað árið í röð eftir sigur á ÍR í Toyotahöllinni í gær, 87-78. Leikurinn var spennandi og gáfu ÍR-ingar allt sem þeir gátu í leikinn. Heimamenn byrjuðu leikinn virkilega vel en líkt og einkennt hefur liðið á köflum í vetur minnkaði flæðið í sóknarleiknum fljótlega og úr varð spennandi leikur.