Fréttir

Ef við erum allar saman í þessu kemur bikarinn heim til Keflavíkur - Stutt viðtal við Pálínu Gunnlaugsdóttur
Karfa: Konur | 25. janúar 2013

Ef við erum allar saman í þessu kemur bikarinn heim til Keflavíkur - Stutt viðtal við Pálínu Gunnlaugsdóttur

Keflavíkurstúlkur halda á Stykkishólm á morgun þar sem þær mæta Snæfelli í 4-liða úrslitum Poweradebikarsins kl. 15.00. Pálína Gunnlaugsdóttir, bakvörður- og fyrirliði Keflavíkur, segir að undirbúningur liðsins fyrir leikinn gangi vel. Pálína hefur leikið gríðarlega vel fyrir topplið Keflavíkur. Hún var valin leikmaður fyrri umferðarinnar í Domino´s deild kvenna á dögunum en það sem af er leiktíðinni er hún að skila 16 stigum, 5 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Erum með Magnús Þór Gunnarsson í okkar liði ekki þeir - Stutt viðtal við Almar Guðbrandsson
Karfa: Karlar | 25. janúar 2013

Erum með Magnús Þór Gunnarsson í okkar liði ekki þeir - Stutt viðtal við Almar Guðbrandsson

Aðeins tveir dagar eru í leik Keflavíkur og Grindavíkur í 4-liða úrslitum poweradebikarsins. Leikurinn fer fram í Toyotahöllinni kl. 15.00 sunnudaginn 27. janúar. Undirbúningur liðsins fyrir leikinn hefur staðið yfir frá því flautað var til leiksloka í sigurleiknum við Stjörnuna. Almar Guðbrandsson segir leikmenn Keflavíkurliðsins vel stemmda fyrir leilkinn og ætla sér sigur.

Undirbúningur fyrir bikarleikinn gengur vel - Stutt viðtal við Söndru Lind
Karfa: Konur | 24. janúar 2013

Undirbúningur fyrir bikarleikinn gengur vel - Stutt viðtal við Söndru Lind

Keflavíkurstúlkur mæta Snæfelli í 4-liða úrslitum Poweradebikarsins nk. laugardag kl. 15.00 á Stykkishólmi. Keflavík hefur unnið alla leiki þessara liða í deildinni og ættu því að fara fullar sjálfstraust í leikinn, þó ljóst sé að um gífurlega erfiðan leik verður að ræða.

Fjör á æfingu í körfu hjá MB stúlkna 3. og 4. bekk
Karfa: Yngri flokkar | 24. janúar 2013

Fjör á æfingu í körfu hjá MB stúlkna 3. og 4. bekk

Í byrjun vikunnar leit Keflavik.is við á æfingu hjá Helenu og stelpunum í MB 3. og 4. bekk. Æfingin var í Heiðarskóla. Stelpurnar hafa tekið þátt í nokkrum mótum í vetur og æfingasókn hefur verið f...

Vörninn er lykillinn að sigri gegn Grindavík - Stutt viðtal við Darrel Lewis
Karfa: Karlar | 24. janúar 2013

Vörninn er lykillinn að sigri gegn Grindavík - Stutt viðtal við Darrel Lewis

Keflavík mætir grönnum sínum úr Grindavík í 4-liða úrslitum Poweradebikarsins í Toyotahöllinni kl. 15.00 nk. sunnudag. Darrel Lewis, leikmaður Keflavíkur, hefur verið virkilega sterkur á báðum endum vallarins fyrir Keflavík í vetur. Hann telur vörnina vera lykilinn að sigri í leiknum.

Keflavíkurstúlkur sluppu með að spila bara seinni hálfleikinn í nágrannarimmunni
Karfa: Konur | 24. janúar 2013

Keflavíkurstúlkur sluppu með að spila bara seinni hálfleikinn í nágrannarimmunni

Keflavíkurstúlkur sigruðu bikar og íslandsmeistara Njarðvíkur í Dominosdeild kvenna í gær með 99 stigum gegn 83 í Toyotahöllinni. Eftir að hafa nánast ekki mætt til leiks í fyrri hálfleik tókst heimastúlkum að vinna upp 14 stiga forskot gestanna með undraverðum hraða og að lokum innbyrða 16 stiga sigur.

Keflvíkingar leita af virkum penna
Karfa: Hitt og Þetta | 23. janúar 2013

Keflvíkingar leita af virkum penna

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur óskar eftir áhugasömum einstaklingum, á öllum aldri, til að skrifa fréttir og taka viðtöl við leikmenn fyrir heimasíðu deildarinnar. Þá gæti umræddur einstaklingur haft öluvert sjálfstæði í vali á efni inn á heimasíðuna, umfram það sem myndi flokkast undir hefðbundið efni. Hvetjum við sérstaklega stúlkur til að ganga til liðs við okkur svo auka megi vægi frétta af Keflavíkurstúlkum, bæði þeim yngri og þeim eldri.

Aðalfundur KKDK miðvikudaginn 30. janúar 2013
Karfa: Hitt og Þetta | 23. janúar 2013

Aðalfundur KKDK miðvikudaginn 30. janúar 2013

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur verður haldinn miðvikudaginn 30. janúar nk. kl. 20.30 í félagsheimili Keflavíkur á 2. hæð Toyotahallarinnar við Sunnubraut. Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf en sérstaklega er bent á að frestur til að skila inn framboði til formanns rennur út á miðnætti föstudaginn 25. janúar.