Fréttir

Keflavíkurstúlkur áfram á sigurbraut
Karfa: Konur | 30. október 2013

Keflavíkurstúlkur áfram á sigurbraut

Keflavík og KR mættust í kvöld í TM-Höllinni í 6. umferð Domino´s deildar kvenna. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og mátt glöggt sjá að kanalausar KR-stúlkur ætluðu sér meira en skottúr til Keflavíkur þetta miðvikudagskvöldið. Drifnar áfram af Sigrúnu Ámundadóttur áttu þær í fullu tré við toppliðið og þegar gengið var til klefa í leikhléi voru það Vestubæjarmeyjarnar sem leiddu með einu stigi, 33-34. Í seinni hálfleik voru Keflavíkurstúlkur fljótar að ná forystu og þó KR-stúlkur væru aldrei langt undan létu heimastúlkur forystuna aldrei af hendi. Lokuð þær loks kvöldinu með nokkuð sannfærandi 18 stiga sigri, 74-56.

Keflavík - KR í TM-Höllinni í kvöld - Grillin tendruð
Karfa: Konur | 30. október 2013

Keflavík - KR í TM-Höllinni í kvöld - Grillin tendruð

Topplið Keflavíkur mætir KR í Domino´s deild kvenna í kvöld kl. 19.15 í TM-Höllinni. Fyrrnefnd lið mættust í úrslitum Domino´s deildarinnar á síðasta tímabili þar sem Keflavíkurstúlkur höfðu sigur og enduðu uppi sem Íslandsmeistarar.

Spennusigur í Ljónagryfjunni - Stutt viðtal við Val Orra
Karfa: Karlar | 29. október 2013

Spennusigur í Ljónagryfjunni - Stutt viðtal við Val Orra

Keflvíkingar unnu magnþrunginn spennusigur, 85-88, gegn nágrönnum sínum í Njarðvík í þriðju umferð Domino´s deildarinnar í gær en leikurinn fór fram í Ljónagryfjunni. Ekki þarf að fara mörg orð um umræddan leik enda var hann sýndur í beinni á stöð2 sport auk þess sem flestir fjölmiðlar landsins gerðu honum góð skil.

æk

æk

æk

Porsche keyrði yfir Njarðvíkurstúlkur - Stutt viðtal við þá stuttu
Karfa: Konur | 28. október 2013

Porsche keyrði yfir Njarðvíkurstúlkur - Stutt viðtal við þá stuttu

Keflavíkurstúlkur unnu nágranna sína úr Njarðvík í Ljónagryjunni í gær 64-73 í 5. umferð Domino´s deildar kvenna. Eftir að hafa lent undir 9-0 tók Porsche Landry sóknarleik liðsins á herðar sér á sama tíma og skipt var um varnarafbrigði og farið í svæðisvörn. Ekki leið á löngu þar til Keflavíkurstúlkur voru komnar í forystu sem þær svo létu aldrei af hendi.

Uppselt á Þórrablót Keflavíkur
Karfa: Hitt og Þetta | 24. október 2013

Uppselt á Þórrablót Keflavíkur

Staðan í dag er þannig að UPPSELT er orðið á Þorrablót Keflavíkur 2014. Þorrablótsnefndin kveðst hálfklökk yfir þessum frábæru viðtökum enda aðeins vika síðan dagskráin var auglýst.

"Við eigum bara eftir að verða sterkari" - Stutt viðtal við Söru Rún
Karfa: Konur | 22. október 2013

"Við eigum bara eftir að verða sterkari" - Stutt viðtal við Söru Rún

Keflavíkurstúlkur hafa byrjað tímabilið með látum og með sigri á Hamar um helgina er liðið eitt á toppnum með fjóra sigra í fjórum leikjum. Þetta er eitthvað sem fyrirliðar, þjálfarar og formenn liða Domino´s deild kvenna gerðu ekki ráð fyrir enda var liðinu spáð 5. sæti.

Keflvíkingar velja gæði, þeir velja Kjarnafæði
Karfa: Hitt og Þetta | 20. október 2013

Keflvíkingar velja gæði, þeir velja Kjarnafæði

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur og Kjarnafæði undirrituðu á dögunum styrktarsamning sem gildir tímabilið 2013-2014. Keflvíkingar hafa ákveðið að tendra grillin fyrir alla heimaleiki liðsins í TM-Höllinni á tímabilinu, bæði í karla- og kvennaflokki, og mun styrktarsamningurinn við Kjarnafæði þýða að aðeins verður boðið upp á hágæða hamborgara frá Kjarnafæði á leikjum í vetur. Keflvíkingar bjóða því ekki aðeins upp á gæði á parketinu í vetur heldur verða gæðin svo sannarlega til staðar á grillinu með tilkomu Kjarnafæði inn í styrktaraðilaflóru félagsins.

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur vill þakka Kjarnafæði fyrir þennan frábæra samning og bendir um leið stuðningsmönnum liðsins að velja gæði, velja Kjarnafæði!

Stutt viðtal við Gunnar Ólafsson eftir öruggan sigur gegn KFÍ í TM-Höllinni
Karfa: Karlar | 20. október 2013

Stutt viðtal við Gunnar Ólafsson eftir öruggan sigur gegn KFÍ í TM-Höllinni

Keflvíkingar unnu auðveldan 95-67 sigur gegn KFÍ í fyrsta heimaleik liðsins í Domino´s deildinni í vetur. Leikurinn var nokkuð jafn til að byrja með en í seinni hálfleik sigu heimamenn fram úr með Guðmund Jónsson í broddi fylkinga en kappinn skoraði 27 stig í leiknum og var að öðrum ólöstuðum maður leiksins. Michael Craion var með 16 stig og 12 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson skoraði 12 stig og þá var Darrel Lewis með 8 stig, 8 fráköst og 9 stöðsendingar.