Porsche keyrði yfir Njarðvíkurstúlkur - Stutt viðtal við þá stuttu
Keflavíkurstúlkur unnu nágranna sína úr Njarðvík í Ljónagryjunni í gær 64-73 í 5. umferð Domino´s deildar kvenna. Eftir að hafa lent undir 9-0 tók Porsche Landry sóknarleik liðsins á herðar sér á sama tíma og skipt var um varnarafbrigði og farið í svæðisvörn. Ekki leið á löngu þar til Keflavíkurstúlkur voru komnar í forystu sem þær svo létu aldrei af hendi.