Fréttir

"Við eigum bara eftir að verða sterkari" - Stutt viðtal við Söru Rún
Karfa: Konur | 22. október 2013

"Við eigum bara eftir að verða sterkari" - Stutt viðtal við Söru Rún

Keflavíkurstúlkur hafa byrjað tímabilið með látum og með sigri á Hamar um helgina er liðið eitt á toppnum með fjóra sigra í fjórum leikjum. Þetta er eitthvað sem fyrirliðar, þjálfarar og formenn liða Domino´s deild kvenna gerðu ekki ráð fyrir enda var liðinu spáð 5. sæti.

Keflvíkingar velja gæði, þeir velja Kjarnafæði
Karfa: Hitt og Þetta | 20. október 2013

Keflvíkingar velja gæði, þeir velja Kjarnafæði

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur og Kjarnafæði undirrituðu á dögunum styrktarsamning sem gildir tímabilið 2013-2014. Keflvíkingar hafa ákveðið að tendra grillin fyrir alla heimaleiki liðsins í TM-Höllinni á tímabilinu, bæði í karla- og kvennaflokki, og mun styrktarsamningurinn við Kjarnafæði þýða að aðeins verður boðið upp á hágæða hamborgara frá Kjarnafæði á leikjum í vetur. Keflvíkingar bjóða því ekki aðeins upp á gæði á parketinu í vetur heldur verða gæðin svo sannarlega til staðar á grillinu með tilkomu Kjarnafæði inn í styrktaraðilaflóru félagsins.

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur vill þakka Kjarnafæði fyrir þennan frábæra samning og bendir um leið stuðningsmönnum liðsins að velja gæði, velja Kjarnafæði!

Stutt viðtal við Gunnar Ólafsson eftir öruggan sigur gegn KFÍ í TM-Höllinni
Karfa: Karlar | 20. október 2013

Stutt viðtal við Gunnar Ólafsson eftir öruggan sigur gegn KFÍ í TM-Höllinni

Keflvíkingar unnu auðveldan 95-67 sigur gegn KFÍ í fyrsta heimaleik liðsins í Domino´s deildinni í vetur. Leikurinn var nokkuð jafn til að byrja með en í seinni hálfleik sigu heimamenn fram úr með Guðmund Jónsson í broddi fylkinga en kappinn skoraði 27 stig í leiknum og var að öðrum ólöstuðum maður leiksins. Michael Craion var með 16 stig og 12 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson skoraði 12 stig og þá var Darrel Lewis með 8 stig, 8 fráköst og 9 stöðsendingar.

Bryndís með sigurkörfuna gegn Val - Stutt viðtal við Bryndísi
Karfa: Konur | 18. október 2013

Bryndís með sigurkörfuna gegn Val - Stutt viðtal við Bryndísi

Keflavíkurstúlkur unnu eins stig sigur á Val, 85-86, í Vodafonehöllinni á miðvikudag í Domino´s deild kvenna. Var þetta þriðji sigurleikur stúlknanna í röð og sitja þær einar á toppi deildarinn. Byrjun sem fáir höfðu spáð fyrir um.

Miðapantanir hafnar á þorrablót þorrablótanna
Karfa: Hitt og Þetta | 17. október 2013

Miðapantanir hafnar á þorrablót þorrablótanna

Miðapantanir eru hafnar á Þorrablót Keflavíkur 2014. Þorrablót Keflavíkur hefur vaxið jafnt og þétt sl. þrjú ár og er svo komið að hér er um einn stærsta menningarviðburð Keflavíkur að ræða. Þorrablótið 2013 þóttist takast með eindæmum vel og má búast við enn meiri skemmtun á því næsta.

Keflavíkurstúlkur sækja Val heim í kvöld
Karfa: Konur | 16. október 2013

Keflavíkurstúlkur sækja Val heim í kvöld

Keflavík heimsækir Valsstúlkur í Vodafonehöllina í kvöld í þriðju umferð Domino´s deildar kvenna. Leikurinn hefst kl. 19.15 en búast má við hörku leik. Keflavík hefur byrjað tímabilið vel og unnið báða sína leiki en Valsstúlkur eru með einn sigur og eitt tap.

TM-Höllin komin í búninginn - Grillin verða tendruð fyrir leikinn gegn KFÍ á föstudag
Karfa: Hitt og Þetta | 15. október 2013

TM-Höllin komin í búninginn - Grillin verða tendruð fyrir leikinn gegn KFÍ á föstudag

Körfuknattleiksddeild Keflavíkur og TM undirrituðu á dögunum samstarfssamning líkt og áður hefur komið fram en samkvæmt samningi mun heimavöllur liðsins að Sunnubraut 34 í Keflavík hér eftir bera nafnið TM-Höllin. Þeir sem hafa lagt leið sína í íþróttahúsið hafa tekið eftir því að búið er að merkja það TM en af því tilefni þótti rétt að smella mynd af nokkrum leikmönnum Keflavíkurliðanna ásamt stjórnarmanni KKDK og Gunnari Oddssyni frá TM.

Styttist í fyrsta heimaleik karlaliðsins - Minnum á reglur varðandi Hraðlestina
Karfa: Hitt og Þetta | 15. október 2013

Styttist í fyrsta heimaleik karlaliðsins - Minnum á reglur varðandi Hraðlestina

Nú fer óðum að styttast í fyrsta heimaleik Keflavíkur í Domino´s deild karla en Keflvíkingar mæta KFÍ í TM-Höllinni föstudaginn 18. október. Líkt og áður hefur verið vikið að hefur stuðningsmönnum í Hraðlestinni fjölgað umtalsvert undanfarið og er svo komið að nánast uppselt er orðið í númeruðu sætin í neðri stúlku.