Keflavíkurstúlkur halda í Grindavík í kvöld
Keflavíkurstúlkur mæta grönnum sínum í Grindavík í kvöld kl. 19.15 en leikurinn fer fram í Röstinni í Grindavík. Keflavíkurstúlkur töpuðu fyrsta leik sínum í keppninni gegn Val og þurfa því nauðsynlega á sigri að halda í kvöld.








